21.1.2009 | 17:02
samhugur með lögreglumönnum
Ég get ekki að því gert að ég vorkenni lögreglumönnunum að standa í þessu. Reiðin beinist gagnvart þeim líka virðist vera en þetta er fólk eins og við.
Mikið er ég fegin að enginn í minni fjölskyldu er lögreglumaður.
Sprengjum kastað að lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
http://www.flickr.com/photos/skarih/3214322326/
http://visir.is/article/20090121/FRETTIR01/660615918
Það eru nokkrir mótmælendur sem eru vissulega að ganga of langt, en það þá má segja slíkt hið sama um lögregluna. Á myndbandinu á Vísi sést hvernig lögreglumaður lætur höggin dynja á yfirbuguðum mótmælanda sem getur ekki varið sig. Er það eðlilegt? Á flickr síðunni að ofan er annað dæmi um hegðun hjá lögreglunni sem fer út fyrir öll velsæmismörk. Það væri hægt að telja ýmislegt annað upp. Ég hef ekkert að sakast við lögreglumenn sem eru bara að vinna vinnuna sína, en því miður eru nokkrir á meðal þeirra sem eru beinlínis að æsa upp mótmælendur með óþarfa ofbeldi. Þetta er hringrás sem mun væntanlega versna með hverjum deginum sem líður. Ég held að það sé undir ríkisstjórninni komið að koma í veg fyrir að þessi mótmæli verði að alvöru óeirðum.
Jón (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 17:32
Þeim er ekki vorkunn. Þeir taka þátt í mannréttingarbroti með því að verja menninna sem rændu okkur aleigunni.
Ég virði ekki menn sem taka þátt í þessu. Þessir menn beyta þegnum landsins ofbeldi, til að verja fólk sem brýtur sjórnarskrárreglur með því að líta framhjá öllum reglum um líðræði.
Ég vona að þeir lögreglumenn sem hafa vott af sjálfsvirðingu afþakki mótmælavaktir.
spékoppur (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 17:33
ÞEtta er starf þeirra ,
Alexander Kristófer Gústafsson, 21.1.2009 kl. 17:33
Ef þú þolir ekki hitann sem fylgir að vera lögga ekki gerast lögga
Alexander Kristófer Gústafsson, 21.1.2009 kl. 17:33
Alexander. Væri það réttlætanlegt að berja bifvélavirkja af því að reikningurinn fyrir viðgerðina á bílnum var hærri en hann átti að vera? Væri það í lagi að berja lækni af því að þú ert mað kvef?
Það er hvergi í starfslýsingu lögreglumanna að þeir þurfi að sætta sig við það að láta ráðast á sig í vinnunni og utan hennar.
Fíflalegt komment.
Hin Hliðin, 21.1.2009 kl. 20:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.