Lögregluríki????

Ég, eins og flestir Íslendingar horfđi á fréttir stöđvar 2 og ríkissjónvarpsins í gćrkveldi ţar sem lögreglan var ađ reyna ađ leysa upp mótmćli atvinnubílstjóra.

Ég hef veriđ hlynnt mótmćlum bílstjóra frá upphafi en skipti um skođun í gćr.  Ég gat ekki betur séđ í fréttum ríkissjónvarpsins en ađ bílsjórar efndu til óláta međ ţví ađ kaupa sér úđabrúsa til ţess ađ sprauta á lögregluna, áđur en piparúđar voru komnir á loft og kölluđu á fólk ađ koma og mótmćla ţví lögreglan nćđi ALDREI ađ handtaka alla.  Ţetta voru sömu menn og komu fram í viđtölum og skildu bara ekkert í ţessum látum lögreglunnar.  Ég átti eiginlega ekki orđ.

Viđ verđum ađ athuga ţađ ađ lögreglan er hér til ţess ađ halda uppi lögum í landinu og lög voru brotin í gćr.  Fólk henti grjóti og eggjum ađ lögreglu, er ţađ virđing???  Ég held ađ ekki.  Ég dauđvorkenndi ţessum lögreglumönnum sem stóđu í ţessu ekki síst ţegar múgur og margmenni komu ţarna bara til ţess ađ vera međ lćti og leiđindi.  Međ fullri virđingu fannst mér ţessar ađgerđir í gćr ekki vera bílstjórum til framdráttar og nú held ég ađ ţađ sé mál ađ linni og fólk setjist niđur eins og fullorđiđ fólk en hagi sér ekki eins og ţeir séu í einhverjum sandkassaleik.  Ţetta er jú grafalvarlegt mál ţegar fólk er fariđ ađ hvetja til mótmćla og ađ hvetja fólk til ţess ađ fara EKKI eftir fyrirmćlum lögreglu.


Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég er sammála ţér ađ mér fannst  ţeir ögra lögreglunni full mikiđ í upphafi og hefđu átt ađ fara eftir fyrirmćlum lögreglunar í einu og öllu ... En sjáđu ţetta. Hérna

Ég veit ekki hvađ ţér finnst... en ţetta eru hrein og klár brot á stjórnaskrá ţví menn mega vera fyrir innan stjórnborđa og mótmćla.. Ţannig ađ mér ţykir lögreglan eiga sína sök á máli 

Brynjar Jóhannsson, 24.4.2008 kl. 09:50

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Innan mótmćlaborđa.. ćtlađi ég ađ segja..

Brynjar Jóhannsson, 24.4.2008 kl. 09:51

3 identicon

Haldiđ ţiđ gott fólk ađ ţađ hafi veriđ tilviljun ađ ţessar ađgerđir hafa veriđ gerđar eftir mótmćlin af trukkamönnum viđ Bessastađaafleggjara kvöldiđ áđur? Ţessar ađgerđir trukkamann hafa eitthvađ fariđ illa í Geir og Ingibjörgu og svo mćtir lögreglan í fullum skrúđa viđ minnsta tilefni. Ţađ var alveg ljóst ađ lögreglan fór ţangađ uppeftir til ađ berja á mönnum, ţađ er alveg kristal tćrt í mínum huga.

Ţröstur Halldórsson (IP-tala skráđ) 24.4.2008 kl. 09:57

4 Smámynd: Halla Sigríđur Bjarnadóttir

Auđvitađ eru tvćr hliđar á öllum málum, ţessu líka.  Ég viđurkenni ţađ fullkomnlega ađ ég hef ekki fullkomna vitneskju fyrir forsendum lögreglu, né bílstjóra en ég tek alla vega ekki mark á ţví ađ lögreglan eigi ein sökina, ţađ ţarf alltaf tvo til.

Halla Sigríđur Bjarnadóttir, 24.4.2008 kl. 12:19

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband