Starfsöryggi.

Á þessum síðustu og verstu tímum þakka ég fyrir að ég er nokkuð örugg í starfi þar sem ég er kennari.  Það er ólíklegt að við kennarar verðum reknir enda er það undirstöðuatriði að mennta unga fólkið.  Ég sem kennari hef svo sannarlega komist í tæri við áhyggjur fjölskyldna vegna kreppunnar og ef ég á að vera heinskilin þá finn ég til samhugar með fjölskyldum þessara barna sem eiga í hlut. 

Ég hef því miður enga trú á að stjórnarliðar séu á réttri braut án þess að hafa hugmynd um hvað sé rétt.  Hins vegar finnst mér komið fram við mig eins og ég sé hálviti.  Auglýsingar þar sem fólk haldast í hendur og minnir á mikilvægi fjölskyldunnar.  Ég hef alltaf sett fjölskylduna í forgang, var heima með hverju barni að minnsta kosti tvö ár og vann svo hlutavinnu svo börnin mín kæmi aldrei að tómu húsi þegar þau kæmu heim úr skóla heldur mamma eða pabbi tæki á móti og hlustuðu á atburði dagsins beint í æð. 

Ég ef ekki eitt um efni fram heldur keypti jörðina og húsið vegna þess að ég var sannfærð að það væri það besta fyrir börnin mín, búa í sveit, vera í snertingu við náttúruna og þykja vænt um hana.  Eiga hesta, vera úti, eiga áhugamál með börnunum og fylgja því eftir.  Ég vann aldrei fulla vinnu, minni peningar - meiri tími með börnum.  Það er fullt af fólki sem gerði hlutina svona.  En núna fáum við, börnin okkar og barnabörn að borga brúsann fyrir peningasukkarana,,, úff.  Þeir kunna ekki einu sinni að skammast sín heldur eru sendar auglýsingar um eitthvað sem 95% af þjóðinni veit en margir hafa ekki haft efni á, sérstaklega ekki núna því nú þurfa allir aukavinnu til þess að borga brúsann.

 Ég myndi kannski nota svona sálfræði þar sem ég teldi að greindarvísitalan sé langt undir meðallagi og það er akkúrat það sem þeir halda sem búa til þessar auglýsingar þar sem allir haldast í hendur og okkur er sagt að elska náungann,,  og kannski ekki skrítið því það var hægt að ljúga að öllum að allt væri í fínu lagi þar til mánudaginn góða þegar allt hrundi og allir voru jafn hissa.  Hvort sem það voru þeir sem týndu peningunum okkar, eyddu þeim, áttu að hafa eftirlit með þeim og leiðseigja okkur hinum bjánunum, ríkisvaldið, bankastjórarnir o.fl. 

Ég samþykki nú eiginlega ekki að ég þurfi að borga sukkið sem almennur borgari sem ekki sukkaði. Ef ríkið tók yfir þarf það að leita þeirra sem þar inn skulda en ekki til okkar hinna sem hafa staðið okkur í stykkinu og vorum ekki með.

Hægt er að líkja þessu við lítið sveitafélag þar sem hreppsnefndnin ákveður að nota alla innkomu í peningabréf, eða hlutabréf.  Á meðan þeir græða láta þeir okkur ekki vita um neitt heldur segja að sveitafélagið sé í góðum málum og við þegnarnir þurfum engar áhyggjur að hafa.  Svo hrynur kerfið og þá kemur, sorrý, sáum þekka ekki fyrir en þið borgið..  Frekar illa rekið fyrirtæki eða hvað.  

Ég ætla svo sannarlega að leita í fjölskylduna mína sem fyrr og eiga yndislega mánuði framundan og yndisleg jól, þar sem ást og umhyggja ráða ríkjum.  Ég á líka fjölskyldu í kringum mig sem ég get leitað til,,,, en hvað eru það margir sem það ekki geta?  Margir- margir og guð hjálpi þeim. 

Ég gef hins vegar skít í stjórnvöld og stjórnarandstöðu þar sem allir þar ota sínum eigin tota og reyna að koma sjálfum sér framfæri en gefa algeran skít, og þá meina ég algeran skít í almúgann ennþá.  Ég hef ekki enn séð að þeir séu að efna nein loforð og fegin er ég að búa ekki með slíkum siðblindum lygurum.

 Eitt að lokum:  Pabbi minn kenndi mér þetta og ég hef haft þetta að leiðarljósi í uppeldi hjá mínum börnum: 

HEIÐARLEIKI Í SMÁATRIÐUM   - ER EKKI SMÁATRIÐI.   Og hana nú........................................


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Já það voru ekki allir á eyðslufylliríi eins og sumir segja, stór hluti hafði varla í sig og á. Þar tel ég bændur með, fáir geta lifað á launum bóndans nema vinna með. Ætlaði annars bara að kvitta hér og senda kveðjur að norðan, góða nótt.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 27.10.2008 kl. 00:04

2 identicon

Já samkvæmt stjórnvöldum erum við nautheimsk og hugmyndir sem við leggjum fram eru svo heimskulegar að þeirra mati að þeir bara hrista hausinn og loka hurðinni.

Hildur L Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband